Í dag fagnar Bjarni Valtýr Guðjónsson frá Svarfhóli í Hraunhreppi 85 ára afmæli sínu.  Hannhefur meðfram öðrum störfum, komið víða við á listabrautinni, verið kirkjuorganisti til 70 ára og samið og útsett fjölda sönglaga sem flutt hafa verið við margvísleg tilefni og sum hver verið gefin út.  Á allra síðustu árum hafa fjórar frumortar ljóðabækur litið dagsins ljós frá hans hendi, ennfremur ein ævintýrasaga, ein unglingabók og ein þýdd skáldsaga. Bjarni Valtýr skrifaði einnig sögu Ungmennafélagsins Bjarnar Hídælakappa, Með vorblænum, sem út kom árið 1974.  Hann var ritstjóri Kaupfélagsritsins í 17 ár og Borgfirðings í eitt ár.  Þá eru ótalin ýmis ritstörf önnur.