Sagnakvöld Safnahúss verður haldið þriðjudaginn 20. nóvember, þar verður lesið upp úr tveimur nýjum bókum og spjallað um vísur.

 

Tveir höfundar lesa þar úr bókum sínum, þeir Ólafur Steinþórsson sem les upp úr bók sinni Urðarmána og Böðvar Guðmundsson sem les úr Töfrahöllinni, nýrri skáldsögu sinni. Einnig verða bækurnar tvær til sölu á sérstöku útgáfutilboði á staðnum og höfundar tilbúnir til að árita. Á dagskránni er einnig óformlegt vísnaspjall þar sem þrír af þekktustu hagyrðingum Borgarfjarðar koma við sögu.