Í Borgarfirði hafa löngum búið afar góðir hagyrðingar og gera enn. Einn þeirra er Dagbjartur Dagbjartsson, sem fæddist 16. sept. 1942 og fagnar því 70 ára afmæli sínu. Af því tilefni og almennt hagyrðingum héraðsins til heiðurs hefur nokkrum vísum hans verið stillt upp í anddyri Safnahúss þar sem þær verða í nokkrar vikur.  Ennfremur fá þeir gestir Safnahúss sem þess óska gefins sérhannað bókamerki hússins með vísu eftir Dagbjart á næstu dögum á meðan birgðir endast.