Eins og fram hefur komið hér á síðunni verður hátíðardagskrá í Safnahúsi á morgun, fimmtudag, kl. 17.30. Tilefnið er að 100 ár eru frá fæðingu Egils Pálssonar (1912-1992) verkamanns og bónda sem bjó megnið af sinni ævi í Borgarnesi og átti öll sín búskaparár þar á mótunarárum bæjarins. 

Egill og kona hans Jóhanna Lind áttu stóran barnahóp og búa flest barnanna Borgarnesi í dag.

 

Dagskráin á morgun hefst á því að Egill Ólafsson barnabarn Egils segir frá afa sínum og ömmu, en ennfremur segir Ragnar Olgeirsson nokkur orð. Því næst leika Guðríður og Gunnar Ringsted tónlist til heiðurs afa og tengdaföður.

 

Einnig verður opnuð sýning um líf og störf Egils Pálssonar. Sú sýning verður í anddyri bókasafnsins og mun standa fram í nóvembermánuð, opið er alla virka daga frá 13-18.

Categories:

Tags:

Comments are closed