Ríflega 100 manns mættu í Safnahús í gær þar sem Egils Pálssonar og Jóhönnu konu hans var minnst. Meðal þeirra sem mættu voru ellefu af börnum þeirra hjóna og hér má sjá þau á mynd. Frá vinstri:  Eygló, Ólafur, Sigrún, Hilmar, Rannveig, Kristinn, Jenný, Guðmundur, Páll, Hans og Sólrún.  Þrjú systkini komust ekki, það voru þau Sóley, Þorbergur og Sonja.

 

Meðal gesta voru fjölskyldur þeirra systkina og margt fólk úr héraði sem þekkti Egil. Á sýningu um hann sem opnuð var í gær má sjá mikið af ljósmyndum en einnig muni og fróðleik um líf Egils og umhverfi það sem hann bjó í mestalla ævi.  Þess má geta að Kaupfélag Borgfirðinga styrkti uppsetningu sýningarinnar, en þar átti Egill mestalla sína starfsævi.

 

Safnahús hefur það hlutverk að varðveita og miðla sögu Borgarfjarðarhéraðs. Þessi mikla og góða mæting í gær er verðmætur stuðningur við það verkefni.

Ljósmynd með frétt:  Elín Elísabet Einarsdóttir. 

Categories:

Tags:

Comments are closed