Eins og fram hefur komið hér á síðunni verður hátíðardagskrá í Safnahúsi á morgun, fimmtudag, kl. 17.30. Tilefnið er að 100 ár eru frá fæðingu Egils Pálssonar (1912-1992) verkamanns og bónda sem bjó megnið af sinni ævi í Borgarnesi og átti öll sín búskaparár þar á mótunarárum bæjarins.