Fyrsta verkefni Safnahúss á nýbyrjuðu ári verður opnun sýningar á verkum Michelle Bird þann 10. janúar n.k. kl. 13.00.  Michelle er listamaður sem hefur nýlega sest að í Borgarnesi með heimili sitt og vinnustofu. Á sýningunni verða listaverk sem mótuð eru undir hughrifum af fallegum nýjum búsetustað, nágrenni hans og mannlífi.  Allir eru velkomnir á opnunina og Michelle verður á staðnum til kl. 16.00 þann dag. Sýningin verður í framhaldinu opin virka daga frá kl. 13.00 – 18.00 og stendur til 25. febrúar. 

Starfsáætlun Safnahúss fyrir árið 2015 er fyrir nokkru frágengin er svo í helstu atriðum:

 

2015

10. janúar  – opnun málverkasýningar Michelle Bird.

28. febrúar – opnun listsýningar Loga Bjarnasonar.

23. apríl – tónleikar; listræn sköpun á grundvelli texta. Samstarfsverkefni með Tónlistarskóla Borgarfjarðar. 

23. apríl – Opnun sýningarinnar  Gleym þeim ei – sýning í tilefni af 100 ára kjörgengisafmæli íslenskra kvenna. Sýningin stendur út októbermánuð.

1. nóvember (áætl) sýning á teikningum Bjarna Guðmundssonar.

 

Annað: borgfirskir höfundar, ýmsar örsýningar og óvænt verkefni auk venjubundinnar starfsemi safnanna s.s. móttöku safngripa, frágang og skráningu.

 

Ljósmynd: Málverk eftir Michelle Bird.  

Categories:

Tags:

Comments are closed