Á föstudögum kl. 14.00 – 16.00 verður Michelle Bird með opna listasmiðju á sýningu sinni í Safnahúsi. Fólki á öllum aldri er boðið að koma og teikna og mála undir leiðsögn. Listasmiðjan verður í fyrsta sinn 16. janúar.  Krakkar eru sérstaklega hvattir til að koma, þeir eru alltaf áhugasamir um að teikna! Hægt er að mæta eins marga föstudaga og maður vill fram að því að sýningarlokum 25. febrúar; gjaldfrjálst.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed