Í Safnahúsi er fjölbreytt starfsemi framundan og byggir hún á fagsviðum safnanna fimm sem í húsinu eru. Hér má sjá helstu viðburði á næstunni, á þessu og næsta ári, með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar.

2017
26. október kl. 20.00  – Fyrirlestur: Sigursteinn Sigurðsson fjallar um hönnunarsögu húsagerðar í héraði.
16. nóvember kl. 20.00 – Fyrirlestur: Heiðar Lind Hansson; „Tíu afleggjarar úr sögu Borgarness.“ 
07. desember kl. 10.30 – „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir.
08. desember – opið til 21 á sýningum og bókasafni, heitt á könnunni o.fl. Gestir fá bókamerki að gjöf sem gefið er út af Safnahúsi í minnningu frændanna Jóns Guðmundssonar og Bjarna Valtýs Guðjónssonar.

2018
06. janúar kl. 13.00 – Opnun sýningar á verkum eftir Guðrúnu Helgu Andrésdóttur.
18. janúar kl. 20.00 – Fyrirlestur: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur fjallar um jurtalitun.
25. janúar kl. 10.30 – „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir. 
15. febrúar kl. 20.00 – Fyrirlestur:  Már Jónsson sagnfræðingur segir frá höfundinum Jóni Thoroddsen og fyrstu íslensku skáldsögunni, Pilti og stúlku. 
22. febrúar kl. 10.30 – „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir.
10. mars kl. 13.00 – Opnun sýningar á verkum Christinu Cotofana.
19. apríl kl. 15.00 – Tónleikar unga fólksins: „Að vera skáld og skapa.“  Tónlistarskóli Borgarfjarðar.
28. apríl kl. 13.00 – Opnun sýningar á verkum Áslaugar Þorvaldsdóttur.
01. september kl. 13.00 – Opnun sýningar á verkum eftir Steinunni Steinarsdóttur.
01. nóvember kl. 20.00 – Afmæli Hvítárbrúarinnar, Helgi Bjarnason blaðamaður.

Categories:

Tags:

Comments are closed