Hópur nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar sótti Safnahús heim í morgun ásamt kennara sínum Lilju S. Ólafsdóttur. Þau skoðuðu Pálssafn og kynntu sér m.a. fyrstu útgáfur passíusálmanna, en fengu einnig kynningu á nútímalist og skoðuðu sýningu Loga Bjarnasonar, Morphé.  Rætt var m.a. um ólík tjáningarform og samruna listforma svo sem bókmennta, leiklistar, höggmyndalistar og leiklistar.

 

Pálssafn er fallegt einkabókasafn sem gefið var Safnahúsi fyrir þrjátíu árum af höfundi þess og eiganda, Páli Jónssyni frá Örnólfsdal.  Þar má finna marga gimsteina, meðal annars þrjár af fyrstu útgáfum Passíusálmana. Það var Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður sem sagði frá bókakosti Pálssafns og Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss fjallaði um nútímalist og sýningu Loga Bjarnasonar.

Ljósmyndir: Guðrún Jónsdóttir 

Categories:

Tags:

Comments are closed