Þór Magnússon fyrrv. þjóðminjavörður er að vinna að rannsóknum á íslenskri silfursmíði. Hann hefur verið við rannsóknir í Safnahúsi s.l. tvo daga og skoðaði ýmsa merka gripi og var fengur í að fá umsögn hans um smiði þeirra og gerð. 

Íslensk silfursmíði á sér sögu síðan í fornöld og félag íslenskra gullsmiða var stofnað árið 1924 af 24 gullsmiðum í Reykjavík. Lengst af var búningaskart aðalviðfangsefnið hér á landi, en einnig eru til í Safnahúsi munir svo sem minningarskildir og borðbúnaður ýmiss konar. íslenska víravirkið hefur víða hlotið lof og hvergi munu vera til fleiri gripir af þeirri gerð en á íslenskum söfnum.

 

Ljósmynd:  Þór ásamt Jóhönnu Skúladóttur héraðsskjalaverði (GJ).

 

Categories:

Tags:

Comments are closed