Sýningin um sr. Magnús Andrésson (1845-1922) á Gilsbakka hefur nú staðið í rúmt ár en nú fer að líða að sýningarlokum sem verða síðla hausts.  Fjölmargir hafa skoðað þessa viðamiklu heimildasýningu, sem er í senn fjölskyldu- og héraðssaga. Fólk hefur komið víða að, t.d. úr Skagafirði þar sem Sigmundur bróðir sr. Magnúsar bjó á sínum tíma og á afkomendur.  Í gær kom langömmubarn Katrínar systur sr. Magnúsar, Guðmundur I. Guðmundsson með fjölskyldu sinni og skoðaði sýninguna og var þessi mynd þá tekin. 

Þess má geta að öll núlifandi barnabörn sr. Magnúsar og Sigríðar svo og makar þeirra hafa sótt sýninguna heim og sumir oftar en einu sinni. Slíkt er verðmætur og stuðningur við þetta framtak Safnahúss.

 

Á myndinni:  Guðmundur I. Guðmundsson (langömmubarn Katrínar Andrésdóttur), Katrín Agla Tómasdóttir og Rósa Steinunn Jónsdóttir.  Ljósm: GJ.

Categories:

Tags:

Comments are closed