Vetraropnun á sýningum hefur nú tekið gildi í Safnahúsi og eru þær þá opnar 13.00-16.000 alla virka daga en á öðrum tímum eftir samkomulagi. Opið hefur verið alla daga frá því snemma í vor og er þetta í fyrsta sinn sem sýningar hússins eru með fastan opnunatíma allt árið. Aðsókn hefur verið mikil í vor og sumar og hafa bæði Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna fengið afar góð ummæli gesta. Sem dæmi um slíkt má nefna þessi orð sem franskur gestur skrifaði í gestabók um Börn í 100 ár: „A walk full of emotion through Icelandic old way of life.“ 

Báðar sýningarnar eru hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni sem vakið hefur athygli fyrir afar næma og frumlega nálgun við viðfangsefni sín.

 

Héraðsbókasafnið er eftir sem áður opið alla virka dga frá 13.00 – 18.00 og Héraðsskjalasafnið 08.00 – 16.00 eftir samkomulagi.

Categories:

Tags:

Comments are closed