Héraðsbókasafnið efnir að venju til lestrarátaks fyrir börn í sumar á tímabilinu 10. júní – 10. ágúst.  Öll börn á aldrinum 6-12 ára geta skráð sig í sumarlesturinn og tekið bækur að eigin vali til lestrar sér að kostnaðarlausu.  Sérstakir happamiðar fara í pott fyrir hverja lesna bók en auk þess fá allir þátttakendur viðurkenningu  í lok sumars og verðlaunað verður líka fyrir ákveðinn fjölda lesinna bóka. Markmið verkefnisins er sem fyrr að viðhalda lestrarfærninni sem börnin öðlast um veturinn en um leið er lögð áhersla á að börnin lesi það sem þau sjálf langar til, hvort sem um er að ræða bók á sérstöku áhugasviði eða góða sögubók.   Öll börn geta gerst lánþegar.  Æskilegt er að þau yngstu komi í fylgd fullorðinna fyrstu skiptin. Opið verður á bókasafninu alla virka daga í sumar frá 13 -18. 
Sumarið er góður tími fyrir bóklestur, sama hvernig viðrar!  

Ljósmynd: Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður kynnir sumarlesturinn fyrir nemendum í Grunnskólanum í Borgarnesi. Honum til aðstoðar er Sandri Shabansson bókavörður og Sæbjörg Kristmannsdóttir kennari fylgist með.

Categories:

Tags:

Comments are closed