Í níunda sinn efnir Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Safnahúsi til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Tímabil sumarlesturs í ár er 10.júní-10.ágúst og markmiðið með verkefninu er að nemendur viðhaldi og þjálfi þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. Allar lesnar bækur tímabilsins eru skráðar og dregið úr happamiðum á sérstakri uppskeruhátíð í lok sumars. Markmið Sumarlesturs er að börnin þjálfi og viðhaldi þeirri lestrarkunnáttu sem þau hafa öðlast yfir veturinn. Þátttaka er með öllu gjaldfrjáls. Vonast er til góðrar þátttöku barna í héraðinu nú sem endranær.
Comments are closed