Hundruð nemenda á öllum aldri hafa komið í safnfræðslu það sem af er ári og er það afar ánægjulegt.

Í Safnahúsi er vel tekið á móti skólahópum og er þá gjarnan með eitt fræðandi innlegg fyrir utan fróðleik um grunnsýningar hússins Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Gjarnan er þá sagt frá merkum einstaklingi sem hægt er með e-u móti að tengja við sögu lands og þjóðar eða skapandi greinar. Dæmi:  Guðrún Jónsdóttir vinnukona á Húsafelli (1861-1957) eða Þórður blindi á Mófellsstöðum (1874-1962).  Einnig er boðið upp á fræðslu á bókmenntasviði fyrir eldri nemendur og þá gjarnan tengt skáldi úr Borgarfirði s.s. Guðmundi Böðvarssyni (1904-1974).  Sumarið 2016 verðum við fyrir utan grunnsýningarnar með sýningu sem heitir Refir og menn. Það er sýning á ljósmyndum eftir Sigurjón Einarsson og myndefnið er refaveiðimenn við vetrarveiði. Ennfremur er í stigagangi veggspjaldasýning um strand franska rannsóknaskipsins Pourquoi pas við Straumfjörð á Mýrum árið 1936.

Sjá má nánari upplýsingar um móttöku hópa undir sýningar hér annars stsaðar á síðunni og/eða senda okkur tölvupóst:  safnahus@safnahus.is eða hringja: 433 7200.

Ljósmynd: Nemendur frá Hjallastefnunni í Garðabæ hlýða á fróðleik í Safnahúsi nýverið. Myndataka: Jóhanna Skúladóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed