Í áttunda sinn efnir Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Safnahúsi til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Tímabil sumarlesturs í ár er 10.júní-10.ágúst og markmiðið með verkefninu er að nemendur viðhaldi og þjálfi þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. |
Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 13.00-18.00. Sjáumst á bókasafninu í sumar! Mynd: Elín Elisabet Einarsdóttir. |
Verkefnið hefur notið mikilla vinsælda og sömu krakkarnir eru með ár eftir ár og alltaf bætast fleiri við. Verkefnið er þátttakendum að kostnaðarlausu en sumarlestrinum lýkur formlega með uppskeruhátíð í lok sumars en þá koma krakkarnir í Safnahús til leiks og skemmtunar og þiggja viðurkenningar og hressingu.
Comments are closed