Safnahúsið er opið 13.00-17.00 á íslenska safnadaginn (sunnudaginn 17. maí) eins og aðra daga sumarsins. Boðið verður upp á leiðsögn um sýningarnar  Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna og sögustund verður kl. 13.00 á sýningunni Gleym þeim ei, sem er afar falleg sýning um konur, unnin  með aðstoð fjölskyldna þeirra. Leiðsögn um sýningar: Anna Þ. Gunnarsdóttir. Umsjón sögustundar: Guðrún Jónsdóttir.

 

Ókeypis aðgangur er á sýningarnar í tilefni dagsins. Sýningar Safnahúss eru í maí-ágúst opnar alla daga, einnig hátíðis- og helgardaga, 13.00 – 17.00.  Verið velkomin.

 

Ljósmynd: sýningin Gleym þeim ei. Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed