Góð aðsókn hefur verið á sýninguna Gleym þeim ei, þar sem saga fimmtán kvenna er sögð. Mesta athygli vekur að það er gert með dyggri aðstoð aðstandenda kvennanna fimmtán. Það gerir nálgunina einlægari og persónulegri. Fjölskyldur lánuðu einnig gripi á sýninguna. Meðal þeirra er mikil gersemi, sem er söðulklæði frá árinu 1876. Klæðið var fermingargjöf til Ingveldar Hrómundsdóttur sem síðar bjó í Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi. Það er ofið, litað og saumað af móður hennar Sigrríði Pálsdóttur.  Það var Ingveldur Gestsdóttir á Kaldárbakka sem lánaði klæðið á sýninguna.

Hönnuður Gleym þeim ei er Heiður Hörn Hjartardóttir. Sýningin stendur fram í nóvember og opið er á virkum dögum 13-18 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Leiðsögn er fúslega veitt ef um er beðið. 

 

Grunnsýningar Safnahúss eru á neðri hæð hússins: Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Þær eru opnar alla daga 13-17 fram til 1. sept., eftir það verður opið á virkum dögum 13-16. Aðrir tímar samkvæmt samkomulagi – leiðsögn.

 

Ljósmynd: Söðulklæði Ingveldar (GJ).

Categories:

Tags:

Comments are closed