Í sjöunda sinn efnir Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Safnahúsi til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Tímabil sumarlesturs í ár er 10.júní-10.ágúst og markmiðið með verkefninu er að nemendur viðhaldi og þjálfi þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. Verkefnið hefur notið mikilla vinsælda og sömu krakkarnir eru með ár eftir ár og alltaf bætast fleiri við. Verkefnið er þátttakendum að kostnaðarlausu en sumarlestrinum lýkur formlega með uppskeruhátíð í lok sumars en þá koma krakkarnir í Safnahús til leiks og skemmtunar og þiggja viðurkenningar og hressingu.
Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 13.00-18.00 og börn og foreldrar alltaf boðin hjartanlega velkomin.
Comments are closed