UmIMG_3361 margra ára skeið hefur Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Safnahúsi staðið fyrir sumarlestrarátaki fyrir grunnskólabörn 6-12 ára. Verkefnið hefst í júní og endar með uppskeruhátíð í ágústmánuði. Slík hátíð var haldin í morgun og var líf og fjör í húsinu á meðan á dagskránni stóð. Í lokin var boðið upp á fallegar súkkulaðikökur sem góður hollvinur Safnahúss hafði bakað. Markmið sumarlestrarins er að nemendur viðhaldi og þjálfi þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. Það var Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður sem annaðist skipulagningu verkefnsins og honum til aðstoðar voru sumarstarfsmenn Safnahúss þau Sandri Sjabansson og Anna Þórhildur Gunnarsdóttir.

 

 

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed