IMG_0941Vetraropnun á sýningar tekur gildi í dag, 1. september. Á það við um grunnsýningar Safnahúss, sem eru tvær, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Verða þær opnar á virkum dögum 13.00 – 16.00 fram til 1. maí að sumaropnun tekur gildi aftur.  Tekið skal fram að opið er á öðrum tímum eftir samkomulagi fyrir hópa.

Mikið og góð aðsókn hefur verið á sýningar Safnahúss í sumar, bæði á grunnsýningar (Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna) og sýningarnar tvær á efri hæð hússins: Refir og menn og veggspjaldasýning um þann hörmulega atburð þegar rannsóknaskipið Pourquoi pas sökk við Mýrar haustið 1936 og nær allir skipverjar fórust. Slysið er mörgum Borgfirðingum og Mýramönnum í fersku minni og mun sveitarstjórn taka á móti sendinefnd frá Frakklandi fimmtudaginn 15. september vegna þess að í ár eru liðin 80 ár frá því þetta var.

Categories:

Tags:

Comments are closed