Mynd: Elín Elísabet Einarsdóttir en hún teiknaði einnig mynd sumarlesturs 2008
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar efnir nú í annað sinn til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.  Tímabil sumarlesturs er frá 5. júní – 5. ágúst.

 

Markmiðið með verkefninu er að: Nemendur viðhaldi og þjálfi ennfremur þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. 

 

Verkefnið er þátttakendum algjörlega að kostnaðarlausu.

 

Börn á þessum aldri skrá sig í sumarlesturinn á bókasafninu frá og með 5. júní og fá þá um leið skjal þar sem skráðar eru þær bækur sem viðkomandi barn les á ofangreindu tímabili.  Þegar bók er aftur skilað  er stimplað við hvern titil og nafn þátttakenda sett á miða í pott sem dregið verður úr í lok sumars þar sem einhverjir heppnir bókaormar hljóta  vinning.

 

Öll börn geta gerst lánþegar  Æskilegt er að þau yngstu komi í fylgd fullorðinna fyrstu skiptin.

 

Opið verður á bókasafninu í sumar alla virka daga frá kl. 13-18.

 

Þessa dagana standa yfir sérstakar kynningar á verkefninu á bókasafninu en öllum kennurum nemenda á þessum aldri í skólunum í nágrenninu var boðið að koma með bekki sína í heimsókn.  Nú þegar hafa tveir bekkir grunnskólans í Borgarnesi komið í heimsókn og von er á öðrum tveim síðar í þessari viku.  Í sömu heimsókn gefst einnig tækifæri á að líta á sýninguna vinsælu Börn í 100 ár á neðri hæð Safnahúss.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed