Við kynnum nýjan höfund Sumarlestrarmyndar fyrir okkur, það er hún Ragnheiður Guðrún Jóhannesdóttir sem gert hefur þessa fallegu mynd fyrir verkefnið í ár. 

Eins og sjá má á myndinni líður manni vel þegar maður les bækur. 

Nánar um Sumarlesturinn: Hann stendur yfir frá 10.júní-10.ágúst og er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.  Börnin koma á safnið og velja sér bók eða bækur til lesturs og skrá sig um leið í Sumarlesturinn.  Um leið og valið er lestrarefni við hæfi og eftir áhuga hvers og eins er lestrarkunnáttan þjálfuð ennfremur sem er eitt af markmiðum átaksins, annað markmið er að hafa gaman yfir sumarið með bók í hönd.  

Þetta er í ellefta sinn sinn sem Héraðsbókasafnið gengst fyrir þessu verkefni.  Fyrir hverja lesna bók fæst happamiði sem fer í pott sem dregið er úr í lok sumars þar sem nokkrir heppnir lestrarhestar hljóta vinning, en öllum þátttakendum er færður glaðningur á sérstakri sumarlesturshátíð í Safnahúsi þar sem farið er í leiki og veitingum gerð skil.  Bókasafnið er opið alla virka daga frá 13 til 18.

Sjáumst krakkar á bókasafninu í sumar!

 

Categories:

Tags:

Comments are closed