Sagnakvöld Safnahúss var haldið í gærkvöldi og voru þrjú atriði á dagskrá. Lesið var upp úr tveimur bókum, Töfrahöllinni eftir Böðvar Guðmundsson og Urðarmána eftir Ólaf Steinþórsson. Því næst var vísnaspjall á dagskrá í umsjón Dagbjarts Dagbjartssonar, en honum til fulltingis voru þau Helgi Björnsson og Þórdís Sigurbjörnsdóttir. Tókst kvöldið í alla staði vel og um 100 manns mættu til að njóta bókmenntanna í skammdeginu. Að lokinni dagskrá var boðið upp á kaffi og kleinur auk þess sem höfundarnir tveir árituðu bækur sínar. 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed