Næstkomandi laugardag kl. 13.00 verður opnuð myndlistarsýning í Safnahúsi, þar sem sýndar verða myndir eftir mæðgurnar Björk Jóhannsdóttur og Jóhönnu Stefánsdóttur. Björk sýnir ljóðamyndir, vatnslitamyndir og akrýlmyndir, en Jóhanna klippimyndir byggðar á gyðjufræðum hinna ýmsu trúarbragða.

 

 

 

Sýningin er í Hallsteinssal á efri hæð Safnahúss og verður opin á virkum dögum kl. 13:00-18:00 og einnig á laugardögum kl. 13:00-16:00 og þá verða mæðgurnar á staðnum. Lokað á sunnudögum. Sýningin verður opin fram til 22. desember. 

Categories:

Tags:

Comments are closed