Í Safnahúsi er vel tekið á móti börnum ungmennum og ýmis verkefni snúa sérstaklega að þeim aldurshópum. Sýningarnar Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna eru sérstaklega hannaðar fyrir börn og árlega er unnið að sérstöku listsköpunarverkefni á tónlistarsviði með ungum nemendum Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Verkefnið hefur fengið vinnuheitið Að vera skáld og skapa.
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar er eitt safnanna í Safnahúsi og þar er mikið úrval barnabóka og barnahorn með góðri birtu og notalegri aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Opnunartími safnanna
Móttaka skólahópa