Nýverið var Safnahúsi Borgarfjarðar fært að gjöf líkan af franska rannsóknaskipinu Pourquoi-pas? Um er að ræða afar vandaða módelsmíði, en skipið er sett saman og gefið af Skúla Torfasyni. Skúli starfar sem tannlæknir og er nú um stundir starfandi sem slíkur í Noregi. Hann hefur varið nokkrum hundruðum vinnustunda í gerð líkansins. 

Samtals hefur Skúli unnið að smíðinni með hléum í tvö og hálft ár. Vegna augljósra tengsla Borgarfjarðar við örlög skipsins ákvað hann að gefa Safnahúsi líkanið sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Það verður til sýnis í Safnahúsi eftir áramótin.

 

Rannsóknaskipið fræga Pourquoi-pas? fórst við Straumfjörð á Mýrum þann 16. september árið 1936. Leiðangursstjóri var hinn kunni franski vísindamaður Jean-Baptiste Charcot og fórst hann í strandinu ásamt 39 öðrum áhafnarmeðlimum. Aðeins einn maður komst lífs af; Eguene Gonidec.  Þetta hörmulega slys hafi mikil áhrif á íslensku þjóðina og vakti mikla athygli um allan heim enda Charcot þekktur fyrir fræðistörf sín.

 

Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

Categories:

Tags:

Comments are closed