Nýverið var Safnahúsi Borgarfjarðar fært að gjöf líkan af franska rannsóknaskipinu Pourquoi-pas? Um er að ræða afar vandaða módelsmíði, en skipið er sett saman og gefið af Skúla Torfasyni. Skúli starfar sem tannlæknir og er nú um stundir starfandi sem slíkur í Noregi. Hann hefur varið nokkrum hundruðum vinnustunda í gerð líkansins.