Á föstudaginn síðastliðinn brá munavörður undir sig betri fætinum og heimsótti Menntaskólann í Hamrahlíð. Þangað hafði hún með sér ýmis lækningatól frá Páli Blöndal sýslulækni í Mýrar og Borgarfjarðarsýslum á 19.öld. Nemendur fengu að líta ýmis tól og tæki sem tengjast námsefni þeirra í vinsælu valnámskeiði í sögu sem nefnist Saga læknisfræðinnar.

Tildrög þessarar heimsóknar var sú að kennarinn sem kennir þetta námskeið, Rúna Guðmundsdóttir miðaldafræðingur, heimsótti sýninguna Börn í 100 ár í sumar og rakst þar á afar sjaldgæft og heilt blóðtökusett. Út frá þessu spunnust umræður við munavörðinn þar sem kennarinn barmaði sér yfir því að hvergi á Íslandi væri til safn sem hægt væri að heimsækja sem tileinkað væri læknisfræði og að hana skorti oft áþreifanlega hluti til að sýna nemendum. þar með þróaðist þessi hugmynd um heimsóknina og hefur nú verið lokið og var umræddur kennari ákaflega þakklátur fyrir vikið. Munavörður biðst afsökunar á því að myndavélin gleymdist… 

Categories:

Tags:

Comments are closed