Á föstudaginn síðastliðinn brá munavörður undir sig betri fætinum og heimsótti Menntaskólann í Hamrahlíð. Þangað hafði hún með sér ýmis lækningatól frá Páli Blöndal sýslulækni í Mýrar og Borgarfjarðarsýslum á 19.öld. Nemendur fengu að líta ýmis tól og tæki sem tengjast námsefni þeirra í vinsælu valnámskeiði í sögu sem nefnist Saga læknisfræðinnar.