Í ár fer hluti af samtímalistahátíðinni Plan B fram  í Hallsteinssal og er það gjörningatvíeykið RebelRebel sem sýnir í salnum. Það er skipað listamönnunum Ragnheiði Bjarnarson og Snæbirni Brynjarssyni og þau hafa framið gjörninga á listasöfnum og galleríum, og sýnt dansverk á sviðslistahátíðum heima og erlendis. Einnig má nefna að Rebel Rebel á í reglulegu samstarfi við Onirisme Collective, sem er skipað listamönnum víðsvegar að úr heiminum, og rannsakar list í draumheimum. Sýning RebelRebel í Safnahúsi ber nafnið Ýta! eða Push á ensku. Hún stendur til 20. ágúst.  Opið er 13 til 18 virka daga og 13 til 17 á helgum. Við Safnahúsið er einnig myndverkið Nef eftir Loga Bjarnason. Vísar það til þess að Hallsteinn Sveinsson gaf Borgarnesingum stórt verðmætt listasafn sitt árið 1971. 

 

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed