Laugardaginn 22. febrúar verður aukaopnun á sýninguna Flæði að listakonunum viðstöddum. Það verður opið frá 13.00 til 15.00 á þessum lokadegi sýningarinnar. Mjög góð aðsókn hefur verið á sýningartímanum enda um fjölbreytt og falleg verk að ræða. Hópurinn hefur heillast af vatnslitum og töfrum þeirra þegar litur og vatn flæða saman og af því er heiti sýningarinnar dregið.

Meirihluti hópsins hefur mikla tengingu við Borgarfjörðinn, ein listakvennanna býr þar og margar eiga sumarhús á svæðinu. Konurnar í Flæði eru þessar:  Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Rósa Traustadóttir, Sesselja Jónsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Þorbjörg Kristinsdóttir og Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir.  Er þeim þakkað afar gott og gefandi samstarf um þetta verkefni.

Ljósmynd (Guðrún Jónsdóttir):  Listakonurnar átta ásamt kennara sínum, Derek Mundell.

Categories:

Tags:

Comments are closed