Samkvæmt tölfræði þeirri er finna má á þjónustuvef Landskerfis bókasafna kemur fram að heildarútlán á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar á síðasta ári voru 18.198.  Það er að segja lán á þeim eintökum sem skráð hafa verið í Gegni.

Heildarútlánatalan er þó eitthvað hærri, því enn er hluti gagna, lítill þó og fer minnkandi með hverjum mánuðinum, óskráður í Gegni og því lánaður eftir gömlu spjaldskránni.  Nú stendur hinsvegar yfir skráning eintaka á handbókaherbergi og eins voru allir tónlistardiskar skráðir í Gegni í lok desembermánaðar og byrjun janúar, þannig að þessi mál eru í fullri vinnslu. 

 

Heildarfjöldi skráðra eintaka á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar samkvæmt áðurnefndri þjónustusíðu miðað við lok desember var 32.682.

 

Til gamans má geta að nú fer fram á bókasafninu óformleg könnun á fjölda gesta sem kemur á bókasafnið í mánuði hverjum.  Hér er átt við alla þá sem eitthvert erindi eiga; hvort sem um útlán efnis eða skil er að ræða, heimildaleit, internetnotkun og svo framvegis.  Fyrir liggja nú tölur fyrir desember 2006 og janúar 2007.  Í desember voru skráðir 513 gestir en 479 í janúar.  Þessar tölur eru þó aðeins viðmiðunartölur en ber ekki að taka sem hávísindalega útreikninga.

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed