Hópur nemenda úr Menntaskóla Borgarfjarðar kom í Safnahús í morgun til að kynna sér bókasafnið og heimildaleit auk þess sem þau skoðuðu sýningar á efri hæð hússins. Nemendurnir komu í fylgd Ívars Arnar Reynissonar kennara, sem einnig mun kynna nemendum starfsemi skjalasafnins í næstu viku.  Þess má geta að á næstunni verður Safnahús með stuttan fyrirlestur um sýninguna Séra Magnús í Menntaskólanum og verður það í sögutíma hjá nemendum sem eru að læra um upphaf 20. aldar í íslenskri sögu.

Á myndinni má sjá nokkra af nemendunum hlýða á kynningu Sævars Inga Jónssonar héraðsbókavarðar. Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed