Oft koma góðir gestir á sýningar í Safnahúsi eins og stundum hefur verið sagt frá hér á síðunni. Í gær kom frænka Sigríðar Pétursdóttur á Gilsbakka (1860-1916) að skoða sýninguna Séra Magnús. Þetta var Þórdís Gústavsdóttir, en móðir hennar var Steinunn Sívertsen dóttir Sigurðar, yngri bróðir Sigríðar.

 

Sigurður (1868-1938) var sonur Péturs Fjeldsted Sívertsen (1824-1879) sem var bóndi í Höfn í Melasveit og seinni konu hans, Steinunnar Þorgrímsdóttur (1828-1919). Sigurður var því hálfbróðir Sigríðar á Gilsbakka, en móðir hennar var fyrri kona Péturs, Sigríður Þorsteinsdóttir (1835-1860) Helgasonar prests í Reykholti.

 

Þórdís og eiginmaður hennar Jóhann Níelsson létu vel af sýningunni og tóku sér einnig góðan tíma til að skoða sýninguna Börn í 100 ár, á neðri hæð Safnahúss.

 

Á myndinni má sjá Þórdísi (t.h.) ásamt Jóhönnu Skúladóttur héraðsskjalaverði.  Þær standa við skjalaskáp þar sem sjá má m.a. ljósmynd af Sigurði afa Þórdísar, með börn sín þrjú, Steinunni, Helga og Þórhildi, öll fædd í upphafi síðustu aldar.

 Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed