Hátt á annað hundrað manns kom á opnun myndlistarsýningar Tolla á Sumardaginn fyrsta. Mikil ánægja var með verkin, en Tolli sækir innblástur í borgfirskt landslag og sýnir m.a. olíuverk vestan af Mýrum og málverk og teikningar af borgfirskum fjöllum. 

Sýningin er opin alla virka daga á opnunartíma bókasafns 13.00-18.00 og um helgar 13.00-17.00, hún stendur til 5. ágúst n.k. Sýningarnar Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna verða opnar um helgina, frá 13.00-17.00 báða dagana. 

Categories:

Tags:

Comments are closed