Sumaropnunartími hefur verið tekinn upp í Safnahúsi og eru sýningar hússins opnar alla daga frá 13.00 til 17.00 fram til 1. september. Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi. Við þetta má bæta að í næsta nágrenni Safnahúss eru ýmsir aðrir skemmtilegir afþreyingarmöguleikar s.s. sundlaugin, Skallagrímsgarður, Edduveröld, Landnámssetur og Bjössaróló auk vinnustofa handverkslistamanna. Í Brákarey er Fornbílafélag Borgarfjarðar með samgönguminjasafn og þar er einnig víðfrægur sölumarkaður körfuboltadeildar Skallagríms.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed