Hátt á annað hundrað manns kom á opnun myndlistarsýningar Tolla á Sumardaginn fyrsta. Mikil ánægja var með verkin, en Tolli sækir innblástur í borgfirskt landslag og sýnir m.a. olíuverk vestan af Mýrum og málverk og teikningar af borgfirskum fjöllum.