Í anddyri við bókasafn er nú stillt upp litlu handsmíðu jólatré fyrir sautján kerti. Um er að ræða merkan safngrip úr eigu byggðasafns Borgarfjarðar en tréð var á sínum tíma smíðað af Guðmundi Böðvarssyni skáldi á Kirkjubóli (1904-1974) í Hvítársíðu og var notað þar á bæ í áratugi. Tréð er málað grænt  en fótur þess hvítur og rauður. Það var upprunalega skreytt með pappírsræmum. Böðvar sonur Guðmundar man eftir trénu og og er lítil saga því tengd á sýningarspjaldi við hlið trésins. 

 

Þar er einnig stillt upp sextán gömlum jóla- og nýárskortum og sagt frá þeim á sýningarspjaldi. Þau eru mikið augnayndi og eru úr eigu héraðsskjalasafnsins.  Báðar þessar örsýningar munu standa fram á þrettándann.

 

Myndlistarsýning Bjarkar og Jóhönnu, mæðgur og myndir, er í Hallsteinssal. Hún stendur fram að Þorláksmessu og er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins (virka daga 13.00-18.00) og á laugardögum 13.00-16.00 og þá eru mæðgurnar á staðnum.

Categories:

Tags:

Comments are closed