Mánudaginn 9. febrúar verður lokað í Safnahúsi vegna jarðarfarar Egils Ólafssonar blaðamanns. Egill hóf störf við ritun á sögu Borgarness fyrir réttu ári síðan og var með starfsaðstöðu í Safnahúsi. Þar er hans nú minnst með hlýhug sem góðs félaga og vandaðs manns sem vann verk sitt af stakri samviskusemi og alúð. Starfsfólk Safnahúss sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.

Ljósmynd: Egill við störf sín við ritun sögunnar. Guðrún Jónsdóttir tók myndina.

Categories:

Tags:

Comments are closed