Pálssafn í Safnahúsi er eins og kunnugt er einkabókasafn Páls Jónssonar bókavarðar (1909-1985). Ásamt því að vera fagmaður á sviði bókasöfnunar hafði Páll mikinn áhuga á ljósmyndun og ferðalögum. Hann tók t.d. mikið af ljósmyndum sem notaðar voru í Árbækur Ferðafélags Íslands. Í dag kom Ása Ólafsdóttir systurdóttir Páls færandi hendi í Safnhús með þrjár litaðar ljósmyndir í ramma, og hefur Páll tekið þær myndir á ferðalagi árið 1933. Myndinar eru úr búi Guðleifar Jónsdóttur systur hans, sem síðast bjó á Egilsgötu 6 í Borgarnesi. Ása segir myndirnar vera í upprunalegum römmum. Sú stærsta þeirra er frá Karlsdrætti við Hvítárvatn, en það var mikill uppáhaldsstaður Páls.

 

Myndirnar fá góðan sess inni í Pálssafni.

 

Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed