Í Safnahúsi er bók mánaðarins á borði í anddyri bókasafns og þar geta gestir sest niður og blaðað í vönduðum handbókum. Bókin sem nú liggur frammi er bók Einars Fals Ingólfssonar  Sögustaðir með undirtitlinum Í fótspor W.G.Collingwoods. Þar má sjá ljósmyndir sem Einar Falur tók á sömu stöðum og enski aðalsmaðurinn Collingwood málaði myndir sínar á Íslandi á sumarið 1897. Bókin er mjög vönduð og þar er merkilegt að sjá hvernig tveir listamenn kallast á með aldarmillibili. 

Meðal þess sem er í bókinni er mynd frá Surtshelli og mynd Collingwoods af Guðrúnu Magnúsdóttur sem var lítið barn á Gilsbakka í Hvítársíðu sumarið sem Collingwood dvaldi þar.

 

Valið á bók mánaðarins helgast að þessu sinni af dvöl Dr. Emily Lethbridge í Borgarfirði, sjá frétt hér fyrir neðan.

Categories:

Tags:

Comments are closed