Ný sýning hefur verið opnuð í Safnahúsi, um listasmiðinn Þórð Jónsson (1874-1962) frá Mófellsstöðum í Skorradal. Þórður var stórmerkur maður og afrek hans kraftaverki líkust.

 

Ljós hans í myrkrinu var að geta smíðað vandaða og nytsama gripi þrátt fyrir algert sjónleysi frá unga aldri.

 

Sýningin er í anddyri bókasafns.  Þar má sjá smíðisgripi Þórðar, muni úr eigu hans, ljósmyndir og fróðleik. 

 

Sýningin er opin frá 13.00-18.00 alla virka daga eða á öðrum tímum skv. samkomulagi.

 

Aðgangseyrir enginn en frjáls framlög vel þegin.

 

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed