Ljóðaúrval keppninnar 2006
Nú stendur yfir á flestum bókasöfnum landsins ljóðasamkeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 9-16 ára.  Það er Þöll, samstarfshópur um barnamenningu á bókasöfnum, sem stendur að keppninni. Keppnin er nú haldin í sjötta sinn.  Skila má ljóðum hingað á Héraðsbókasafnið en skilafrestur er til 28.mars.