Helstu sýningarverkefni síðustu ára fyrir utan grunnsýningar

2022

Tjáning án orða afrakstur listasmiðju Christine Attensperger sem hún hélt utan um  fyrir fólk á flótta frá Úkraínu.

Hennar voru spor –  Sýningarstjóri Katrín Jóhannesdóttir. Hannyrðarsýning úr safnkosti Byggðarsafnsins.

2021

Fantasíur – Málverkasýning Jóhönnu L. Jónsdóttur.

2020
   Sýning 8 myndlistarkvenna undir heitinu Flæði
   Sýning úr safneign Listasafns ASÍ og NYLO
  353 andlit – ljósmyndir frá Borgarnesi – Helgi Bjarnason
   Saga úr samfélagi – framtak Eyglóar Lind á tímum Covid
   Síðasta sýningin – verk Guðmundar Sigurðssonar (okt.)

2019
   Sýning um hópinn sem bjargaði Grímshúsi í Borgarnesi
   Sýning á myndverkum eftir Josefinu Morell
   Snjólaug Guðmundsdóttir – veflistaverk
   Hvar-Hver-Hverjar  – sýning úr safnkosti Listasafns Borgarness
   Sýning á dýrgripum úr Pálssafni
   Sýning á listaverkum eftir fjórar myndlistarkonur

2018

  1. Guðrún Helga Andrésdóttir – málverkasýning
  2. Christina Cotofana – teikningar
  3. Áslaug Þorvaldsdóttir og Sigríður Kr. Gísladóttir – ljósmyndir og hækur
  4. Steinunn Steinarsdóttir – ullarmyndverk
  5. Hvítárbrúin við Ferjukot  – sýning í tilefni af 90 ára afmæli brúarinnar (Helgi Bjarnason)
  6. Magnús Jónasson bílstjóri – minningarsýning

2017

  1. Pourquoi pas – minningarsýning um strand franska rannsóknaskipsins við Mýrar árið 1936. Sýningin er hönnuð af Heiði Hörn Hjartardóttur og er í stigauppgangi Safnahúss.
  2. Jakob á Varmalæk – veggspjaldasýning á stigapalli. Hönnun: Heiður Hörn Hjartardóttir.
  3. Ljósmyndir frá Borgarnesi 2016 – ljósmyndir úr samkeppni sem Safnahús stóð fyrir á árinu 2016- samtímaheimildir.
  4. Selma Jónsdóttir – veggspjaldasýning á stigapalli, í samstarfi við ýmsar fagstofnanir á landsvísu auk fjölskyldu Selmu. Hönnun: Heiður Hörn Hjartardóttir.
  5. Tíminn gegnum linsuna – sýning á jósmyndum frá Borgarnesi eftir fjóra ljósmyndara: Theodór Kr. Þórðarson, Júlíus Axelsson, Einar Ingimundarson og Friðrik Þorvaldsson. Sýningin er sett upp í tilefni af 150 ára afmæli Borgarness. Hönnun: Heiður Hörn Hjartardóttir.  Textagerð og val á ljósmyndum: Heiðar Lind Hansson. Sýningin var opnuð 22. mars og stóð út árið 2017.

2016

  1. Leikur með strik og stafi.  Sýning á teikningum og textum Bjarna Guðmundssonar 
  2. Norðurljós. Sýning á ljósmyndum eftir Ómar Örn Ragnarsson.
  3. Michelle Bird; Pop up sýning og listasmiðja.
  4. Refir og menn – ljósmyndasýning eftir Sigurjón Einarsson – refaskyttur.
  5. Pourquoi pas – minningarsýning um strand franska rannsóknaskipsins við Mýrar árið 1936. Hönnun: Heiður Hörn Hjartardóttir.

2015

  1. Litir Borgarness. Sýning á verkum Michelle Bird
  2. Morphé. Verk Loga Bjarnasonar, nútímalistsýning
  3. Gleym þeim ei. Minjasýning um fimmtán íslenskar konur úr öllum.
  4. Leikið með strik og stafi.  Texti og teikningar eftir Bjarna Guðmundsson
  5. Sæmundur Stefánsson. Örsýning í tilefni norræna skjaladagsins.

2014

  1. Hallsteinn Sveinsson – minningarsýning um ævi hans og safneign
  2. Sýning á málverkum eftir  Jóhönnu L. Jónsdóttur
  3. Þórður á Mófellsstöðum – minningarsýning
  4. Guðmundur Böðvarsson – útskurður og ljóð
  5. Minningarsýning um Bjarna Helgason garðyrkjubónda á Laugalandi
  6. Málverkasýning Birnu Þorsteinsdóttur
  7. Örsýning úr ljósmyndasafni Einars Ingimundarsonar
  8. Grunnsýningarnar Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna

2013

  1. Mannamyndir – sýning  á mannamyndum eftir ýmsa listamenn
  2. Borgarnes í myndum – ljosmyndasýning af gömlum húsum í Borgarnesi
  3. Sýning á verkum Tolla – teikningar og olíumálverk
  4. Hallsteinn og Ásmundur – minningarsýning um Hallstein og Ásmund Sveinssyni
  5. Örsýning um húsið Dalbrún í Borgarnesi í tilefni af norræna skjaladeginum
  6. Örsýning í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum – kistill Þórðar Jónssonar.
  7. Grunnsýningarnar Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna

Ljósmynd (GJ): Frá sýningu Tolla í Hallsteinssal árið 2013. Sýningin var eitt ár í undirbúningi og þar sýndi Tolli myndir sem hann hafði málað í Borgarfirði á þeim tíma, aðallega á Mýrunum.  Hér er myndefnið Hafnarfjallið sem getur sýnt af sér ótal litbrigði í ljósaskiptunum og er einkennandi í umhverfi Borgarness.