Á alþjóðlega safnadaginn 18. maí 2019 var opnuð sýning úr safnkosti Listasafns Borgarness sem byggir á stórgjöf listvinarins Hallsteins Sveinssonar (1903-1995). Sýningin bar heitið HVAR-HVER-HVERJAR og sýningarstjóri var Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Sýningin stóð fram til loka september og á henni voru 42 verk eftir 29 höfunda:
Ágúst F. Petersen
Ásgerður Búadóttir
Áshildur Sveinsdóttir
Ásmundur Sveinsson
Birta Rán Björgvinsdóttir
Björg Þorsteinsdóttir
Bragi Ásgeirsson
Erró
Eyborg Guðmundsdóttir
Gerður Helgadóttir
Guðmunda Andrésdóttir
Gunnar I. Guðjónsson
Hallsteinn Sveinsson
Jóhanna Bogadóttir
Jóhanna Sveinsdóttir
Jóhannes Jóhannesson
Júlíana Sveinsdóttir
Júlíus Axelsson
Kristján Davíðsson
Kristján Friðriksson
Nína Tryggvadóttir
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Páll Guðmundsson
Ragnar Kjartansson
Ragnheiður Jónsdóttir
Sigríður Björnsdóttir
Þorbjörg Höskuldsdóttir
Þorfinnur Sigurgeirsson
Þorgerður Sveinsdóttir
Hallsteinn Sveinsson gaf mikið og verðmætt listaverkasafn sitt til Borgnesinga árið 1971 og bætti all nokkru við þá gjöf síðar. Sérstaða þess er myndlist frá árinum 1940-1960 eftir marga þekkta listamenn þjóðarinnar og eru verkin í römmum smíðuðum af Hallsteini. Í dag starfar safnið í minningu og samkvæmt hugsjónum hans um veigamikið hlutverk listarinnar í þágu samfélagsins.