Þorlákur  Morthens, betur þekktur sem Tolli, sýnir málverk og teikningar í Hallsteinssal sumarið 2013 og verður sýningin opnuð á Sumardaginn fyrsta (25. apríl) kl. 13.00, allir velkomnir. Sýningin ber heitið Mýrar, móar, fjöll og verkin eru innblásin af töfrum borgfirskra sveita. Við opnunina segir Tolli frá list sinni og Bubbi Morthens syngur nokkur lög. Tolli verður síðan viðstaddur á sýningunni til kl. 16.00 þennan opnunardag.  

 

 

Tolli er fæddur 1953. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Hochschule der Künste í Vestur-Berlín og kom fyrst fram á samsýningu sjömenninga úr Myndlista- og handíðaskólanum í Norræna húsinu 1982. Verk hans njóta mikilla vinsælda en megin stefið er íslensk náttúra í kröftugu samspili ljóss og lita.

 

Sýningin stendur 25. apríl til 5. ágúst 2013. Opið er á afgreiðslutíma bókasafns 13.00-18.00 alla virka daga, en einnig um helgar 13.00-17.00.

 

Þess má einnig geta að báðar fastasýningar Safnahúss, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna, verða opnar frá 13-17 á Sumardaginn fyrsta, gengið er inn um vesturdyr.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed