Í dag eru liðin 100 ár frá því að Ísland fékk fullveldi sem síðar leiddi til sjálfstæðis landsins frá Dönum árið 1944.

Af þessu tilefni er birt hér á síðunni safn borgfirskra ættjarðarljóða, en það lá til grundvallar tónleikum sem haldnir voru í apríl s.l. í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og afmælisnefnd um 100 ára fullveldisafmælið.  Í safninu eru alls 27 kvæði, eftir 23 höfunda. Elst er Júlíana Jónsdóttir sem var fædd árið 1838. Yngstur er Ívar Björnsson, fæddur árið 1929. Æviskeið skáldanna ná því yfir langt tímabil í borgfirskri bókmenntasögu og kynjahlutföll eru nánast jöfn þegar horft er til fjölda ljóða.   Það var Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður sem tók efnið saman.

Sjá má ljóðaheftið með því að smella hér.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed