Í morgun kom Árni Múli Jónassson bæjarstjóri Akraness í heimsókn í Safnahús. Með honum í för voru nokkrir embættismann Akranesbæjar, þau Inga Ósk Jónsdóttir starfsmanna- og gæðastjóri, Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri og Tómas Guðmundsson verkefnastjóri Akranesstofu. Erindi þeirra var að kynna sér safnastarfsemina og skoðuðu þau allar sýningar hússins sem eru af ýmsum stærðum og gerðum.
Vorið 2007 gerðu sveitarfélögin Akranes og Borgarbyggð með sér samning um samstarf í menningarmálum og var hann hugsaður sem farvegur fyrir samstarf menningarstofnana í sveitarfélögunum báðum.
Safnahús hefur átt mikla samvinnu við menningarstofnanir á Akranesi á grundvelli þessa samnings og má sem dæmi nefna gagnkvæm réttindi notenda bókasafnanna tveggja, Héraðsbókasafns Borgarfjarðar og Bókasafns Akraness.
Meðfylgjandi ljósmynd ver tekin á sýningunni Börn í 100 ár í morgun. Frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss, Árni Múli Jónasson, Tómas Guðmundsson, Ragnheiður Þórðardóttir og Inga Ósk Jónsdóttir. Ljósmyndari: Jóhanna Skúladóttir.
Comments are closed